Vegangerðin
Þú sendir okkur tölvupóst á vegangerdin@vegangerdin.is
Tilgreinir magn og hvenær þú vilt fá tempeh!
Að sjálfsögðu, við afgreiðum alla og gerum ekki upp á milli!
Eina krafan af okkar hálfu er að við biðjum um 5kg lágmarkspöntun.
Við sendum einfaldlega reikning á kennitölu fyrirtækisins
Einstaklingar geta einnig valið um að millifæra beint á reikning hjá okkur.
Við keyrum út tempeh hvert sem er á höfuðborgarsvæðinu - þér að kostnaðarlausu!
Við erum ekki alltaf á ferðinni á sama tíma en miðum við að koma á opnunartíma fyrirtækja.
Ef um einstakling er að ræða þá finnum við afhendingartíma.
Við getum einnig sent í frystiflutningi í gegnum Eimskip/flytjanda á kostnað kaupanda ef þú ert svo heppin/n að vera staðsettur á landsbyggðinni!
Gjaldskrá haust 2025
Bygg tempeh er á 2499kr kg m/VSK
Kínóa tempeh er á 3499kr kg m/VSK
Vörulisti haust 2025
Byggtempeh
Kínóa Tempeh
Sérpantanir afgreiðast í 10kg skömmtum og er þá hægt að fá:
Súpubaunatempeh
Bygg/súpubaunatempeh
Kínóa/súpubaunatempeh
Brúnlinsutempeh
Verð á sérpöntunum er 3.899kr kílóið
Tempeh er upprunalega frá Indónesíu og mjög vinsæll matur þar.
Algengast er að gera tempeh úr sojabaunum.
Tempeh-ið okkar er úr annaðhvort 100% íslensku lífrænu byggi eða kínóa.
Við sjóðum bygg/kínóa með smá eplaediki til að drepa allar örverur, blöndum tempeh-svepp við og látum það gerjast í amk 36 klukkustundir.
Við gerjunina verður kornið sem við notum auðmeltanlegra og það verða til örverur sem eru góðar fyrir þarmaflóruna.
Þegar tempeh er eldað minnkar virknin í örverunum en oftast er nóg að hita það bara í gegn til að halda virkninni sem bestri.
Tempeh er jafn próteinríkt og kornið sem notað er í það, það er lágmarksunnin grunnvara sem hægt er að nota í hvaða eldamennsku sem er.
Við reynum okkar allra besta að eiga tempeh á lager!
Það fer þó eftir pantana og lagerstöðu hverju sinni.
Til að vera alveg örugg mælum við með að panta tempeh með amk 3 daga fyrirvara, ástæðan fyrir því er sú að ef við eigum ekki tempeh á lager þá tekur framleiðsluferlið amk 2 daga út af gerjuninni.
Tempeh afhendist nánast alltaf frosið nema í undantekningartilfellum, þá afhendist það nýlagað.
Tempeh hefur 12 mánaða geymsluþol í frysti og c.a 7-10 daga í kæli.
Það er mjög áberandi ef tempeh er orðið gamalt, það sýnir þess merki með breyttri áferð.